Hlíðabær er sjálfseignarstofnun (non-profit). Stjórn heimilisins er sameiginleg með Múlabæ, Síðumúla 32. Stofnaðilar voru Samtök aldraðra, SÍBS og RRKÍ. Í dag eru bakhjarlar Hlíðabæjar SÍBS, FEB og ÖBÍ sem eiga hver sína fulltrúa í fulltrúaráði sem hefur það megin hlutverk að skipa í stjórn. Stjórn ræður forstöðumann sem er ábyrgur fyrir rekstri.
Einkunnarorð Hlíðabæjar eru virðing, virkni og vellíðan
Hlíðabær tók til starfa 22. mars 1986 og er fyrsta dagþjálfunin á Íslandi sem er sérstaklega ætluð þeim sem greinst hafa með heilabilunarsjúkdóma. Forveri Alzheimersamtakanna, FAAS var stofnað árið 1985 og um árabil höfðu samtökin aðstöðu í Hlíðabæ. Í upphafi var Hlíðabær sérstök deild innan Múlabæjar, dagþjálfunar fyrir aldraða og öryrkja. Í dag eru bæirnir með aðskilinn rekstur. Stjórn er sameiginleg með Múlabæ og ræður hún forstöðumann sem er ábyrgur fyrir rekstri bæjanna.
Stofnaðilar, SÍBS og RRKÍ eiga hvor um sig 2 fulltrúa í stjórn, auk þess er 1 fulltrúi frá Félagi eldri borgara í Reykjavík. Múlabær og Hlíðabær eru sjálfseignarstofnanir og starfsemin er ekki hagnaðardrifin. Í Hlíðabær er heimild fyrir 22 skjólstæðinga hvern virkan dag og greiðir ríkissjóður stærstan hluta daggjaldsins en viðkomandi skjólstæðingur tekur þátt í því að hluta. Á sínum tíma þegar starfsemin hófst keypti borgarstjórn húsið að Flókagötu 53 undir starfsemina og leigir til Hlíðabæjar.
Á þessu ári fékk Hlíðabær skráningu sem félag til almannaheilla í almannaheillafélagaskrá sem veitir möguleika til að afla tekna fyrir framkvæmdir til að búa skjólstæðingum okkar enn betri aðstöðu.
Á fertugasta starfsári Múlabæjar var gefið út afmælisrit sem segir frá starfsemi Múlabæjar og Hlíðabæjar. Skoða afmælisrit
Forstöðumaður Hlíðabæjar er Þórunn Bjarney Garðarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Þórunn Bjarney Garðarsdóttir, forstöðumaður
Hjördís Halldóra Sigurðardóttir, forstöðumaður hjúkrunar
Bryndís Anna Bjarnadóttir, ráðskona
Guðbjörg Hjartardóttir Leaman, virkniþjálfi, myndlistarmenntuð
Katrín Guðmundsdóttir, sjúkraliði og einkaþjálfari
Lilý Erla Adamsdóttir, virkniþjálfi, myndlistarmenntuð
Margrét Sigurleifsdóttir, virkniþjálfi og hárgreiðslumeistari
Níls Tómasson, virkniþjálfi
Sigríður Ingvarsdóttir, sjúkraliði og húsamálari
Vilborg Anna Árnadóttir, sjúkraliði og virkniþjálfi
Andrjes Guðmundsson, formaður
Margrét Albertsdóttir
Albert Ingason
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Ingibjörg Óskarsdóttir
Viðar Eggertsson
Varamenn:
Árni Gunnarsson
Dóra Ingvadóttir
Geir Guðsteinsson
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir
Svana Gunnarsdóttir, formaður
Gunnhildur Sveinsdóttir
Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir
Sigurjón Einarsson
Sverrir Kaaber
Varamenn:
Fríða Rún Þórðardóttir
Stefanía Valgeirsdóttir
Guðjón Brjánsson 1986-1989
Þóra Arnfinnsdóttir 1989-1995
Sigrún Óskarsdóttir 1995-2014
Í Hlíðabæ hefur í nokkur ár verið starfræktur Gjafa- og styrktarsjóður Hlíðabæjar. Tilgangur sjóðsins er að fjármagna kaup á tækjum og búnaði sem nýtist starfsemi Múlabæjar. Hafa fjölmargir einstaklingar styrkt starfsemina með framlögum í sjóðinn, sem komið hafa að góðum notum. Erum við þessum aðilum afar þakklát.
Vorið 2024 var Hlíðabær skráður á almannaheillaskrá hjá Skattinum. Þar með njóta frjáls framlög einstaklinga og lögaðila tiltekins frádráttar frá tekjuskatti, í samræmi við skattalög hverju sinni. Nú eru t.d. framlög á bilinu kr. 10.000 – kr. 350.000 pr. einstakling frádráttarbær frá tekjuskattsstofni viðkomandi einstaklings við álagningu skatta árið eftir. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skattsins, https://www.skatturinn.is/einstaklingar/tekjur-og-fradraettir/skattfradrattur-vegna-gjafa-framlaga/
Styrktarsjóður Hlíðabæjar: Banki: 0133-15-380688 Kennitala: 630910-1530 Netfang: thorunn.mulabaer@internet.is Vinsamlega tilgreinið kennitölu greiðanda.