Þjónusta

Í Hlíðabæ er lögð áhersla á jákvæða virkni, virðingu fyrir einstaklingnum og vellíðan, bæði skjólstæðinga og aðstandenda. Skipulögð dagskrá skiptist í þjálfun, afþreyingu og hvíld. Leitast er við að koma til móts við áhuga og hæfni hvers og eins, þannig að allir fái viðfangsefni við hæfi, nýti sínar sterku hliðar og njóti þess að vera þátttakendur í starfi og leik.

Einkunnarorð Hlíðabæjar eru virðing, virkni og vellíðan

Virkni

– Líkamsrækt

– Þjálfun í ýmsum athöfnum daglegs lífs

– Fjölbreytt starf í vinnustofum

– Hópastarf

– Ferðir á söfn, kaffihús, rútuferðir o.fl. 

Hjúkrunar- og læknisþjónusta

Hjúkrunarfræðingur stýrir starfinu, hann veitir ráðgjöf og fræðslu auk þess að sinna hjúkrunarverkum. 

Aðstoð er veitt við að sækja um hina ýmsu þjónustu og hjálpartæki sem stutt geta við einstaklinginn og fjölskyldu hans.

Þjónusta frá sérfræðingi í öldrunarlækningum.

Algengar spurningar

Læknir sækir um sérhæfða dagþjálfun í samráði við skjólstæðing og aðstandendur ef niðurstöður öldrunarmats gefa til kynna vitræna skerðingu. Haldið er utanum biðlistann á Minnismóttökunni á Landakoti.

Það er biðlisti en hver umsókn er metin m.t.t. hversu brýnt sé að umsækjandi komist að. Ef komin er greining um vitræna skerðingu og hún farin að hafa áhrif á getu einstaklingsins til að takast á við athafnir daglegs lífs þá er mælt með að sótt sé um í sérhæfðri dagþjálfun.

Allir sem eru með greiningu um vitræna skerðingu og eru færir um að ganga í stiga. Húsið er á 3 hæðum og fólk verður að ráða við stigana. T.d. er ekki hægt að nota göngugrind innanhúss.

Já, en akstursþjónusta á vegum Hlíðabæjar keyrir aðeins innan ákveðinna hverfa.

Daggjaldið árið 2025 er kr. 1679,- sem ákvarðað er með  reglugerð ár hvert.

Mælt er með að vera alla virka daga til að viðhalda góðri rútínu og til að takast á við fjölbreytt verkefni sem er mikilvægur liður í að viðhalda færni. 

Já en við hvetjum fólk til að mæta snemma til að nýta daginn sem best.