Persónuverndarstefna
Múlabær er ábyrgðaraðili persónuupplýsinga sem dagþjálfuninni berast. Persónuupplýsingum skjólstæðinga og eftir atvikum aðstandenda þeirra er aðeins aflað að því marki að hægt sé að veita þá þjónustu sem Múlabæ er ætlað að veita. Það sama á við um persónuupplýsingar starfsfólks og umsækjenda um atvinnu.
Múlabær mun ávallt geyma umrædd gögn með öruggum hætti og tryggja að tölvukerfi sér uppfært og í samræmi við öryggisstaðla.
Myndbirtingar af skjólstæðingum og starfsfólki, bæði á heimasíðu og öðrum svæðum sem starfsemin hefur umsjón með, eru háðar skriflegu samþykki þeirra.
Múlabær mun vernda viðkvæmar heilsufarslegar persónuupplýsingar, hvort sem er með aðgangsstýringu eða læstum hirslum, í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
Múlabær mun aðeins nota persónuupplýsingar í lögmætum tilgangi. Þegar deilt er persónuupplýsingum skjólstæðinga með þriðja aðila, t.d. vegna umsókna um heilbrigðisþjónustu, mun vinnsla slíkra upplýsinga takmarkast við þá þjónustu sem inna skal af hendi. Múlabær mun upplýsa skjólstæðinga þegar upplýsingum þeirra er deilt með þriðja aðila og gæta þess að sá aðili uppfylli skilyrði persónuverndarlaga.
Ef óskað er eftir nánari upplýsingum varðandi persónuverndarstefnu Múlabæjar skal hafa samband við skrifstofu Múlabæjar, Síðumúla 32, 108 Reykjavík, s. 568- 1330, thorunn@mulabaer.is