Dagleg starsemi

Dagskrá

Í Hlíðabæ er lögð áhersla á jákvæða virkni, virðingu fyrir einstaklingnum og vellíðan bæði skjólstæðinga og aðstandenda.

Skipulögð dagskrá skiptist í þjálfun, afþreyingu og hvíld. Leitast er við að koma til móts við áhuga og hæfni hvers og eins, þannig að allir fái viðfangsefni við hæfi, nýti sínar sterku hliðar og njóti þess að vera þátttakendur í starfi og leik.

Einkunnarorð Hlíðabæjar eru virðing, virkni og vellíðan

Líkamsrækt, t.d. leikfimi, sund,
gönguferðir og dans.
– Þjálfun í ýmsum athöfnum daglegs lífs,
t.d. heimilisstörf,  bakstur,  sultugerð og
garðrækt.
– Fjölbreytt starf í vinnustofum, t.d.,
smíðavinna, kertagerð, kortagerð,
prjón, saumar.
– Söngur, lestur, umræður og ýmislegt
fleira sem stuðlað getur að aukinni
virkni og ánægju.
– Ferðir á söfn, kaffihús, rútuferðir o.fl.
– Lengri ferðir eru farnar á sumrin.