Starfsemi Hlíðabæjar

Hlíðabær er sjálfseignarstofnun. 
Í Hlíðabær er heimild fyrir 22 skjólstæðinga hvern virkan dag og greiðir ríkissjóður stærstan hluta daggjaldsins en viðkomandi skjólstæðingur tekur þátt í því að hluta. Reykjavíkurborg kom að opnun Hlíðabæjar með kaupum á Flókagötu 53 þar sem starfsemin er enn til húsa. Aðstaðan er heimilisleg og húsið býður upp á fjölbreytt starf í hinum ýmsu rýmum sem þar eru. Garðurinn er einnig mikið notaður og taka skjólstæðingar þátt í að viðhalda honum.

Einkunnarorð Hlíðabæjar eru virðing, virkni og vellíðan